Venjuleg helgi í Svíþjóð……

Á sunnudag og aðfaranótt mánudags áttu sér stað nokkur ofbeldisverk víðsvegar í Svíþjó og þar á meðal mannskæð skotárás.

Maður skotinn í Ockelbo

Í Ockelbo með um 3.000 íbúa, var lögreglu tilkynnt um skotárás klukkan 14.30 á sunnudag. Maður á þrítugsaldri hafði verið skotinn af óþekktum glæpamanni, þegar hann yfirgaf pítsustað. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð og er ekki talin í lífshættu.

Margir lögreglumenn fóru á vettvang til að leita að ódæðismanninum m.a. með hundum og á þyrlu. Frumrannsókn á tilraun til manndráps er hafin.

Skotið á bústað i Västervik

Skömmu fyrir klukkan 19:00 á sunnudagskvöld barst lögreglunni símtal um skotárás í Västervik. Hafði verið skotið úr byssum á bústað, þar sem fólk var innandyra. Mesta mildi þykir að engin kúla fór í fólkið.

Maður skotinn til bana í Stokkhólmi

Klukkan 22:40, einnig á sunnudag, hringdu margir í lögregluna, vegna skotárása í Hässelby í Stokkhólmi. Karlmaður á þrítugsaldri fansnt skotinn inni á ölkrá. Farið var með hann á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Þrír menn voru handteknir handteknir vegna málsins.

Towe Hägg, fulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, getur ekki sagt til um, hvort morðið tengist uppgjöri glæpagengja. Hann segir í viðtali við sjónvarpið SVT:

„Við lítum alltaf á allar hliðar málsins og gerum okkur fulla grein fyrir því, að það eru átök milli glæpagengja á svæðinu. Á þessu stigi get ég ekki staðfest slíkar upplýsingar.“

Skyndibitastaður sprengdur í Gävle

Um klukkan fjögur aðfaranótt mánudags bárust lögreglunni upplýsingar um sprengingu í veitingahúsi í miðbæ Gävle. Pontus Hjelm, yfirmaður lögreglusvæðis Mitt, segir við TT:

„Við teljum að einhverju hafi verið hent inn á veitingastaðinn sem síðan sprakk. Allar rúður á veitingastaðnum brotnuðu en engin stærri eyðilegging umfram það.

Þjóðarsprengjusveitin var send á vettvang. Sem betur fór slasaðist enginn. Frumrannsókn málsins er hafin.

Þetta er aðeins sýnishorn af venjulegri helgi í Svíþjóð með sérstakri kveðju til Grýlufóba á Alþingi. Daglega dynja yfir skotárásir og annar ófögnuður, t.d. var stóru svæði í miðborg Stokkhólms lokað nýlega vegna gruns um sprengju við Norra Bantorget. Og áfram heldur sagan og versnar og virðist óendanleg…..

Deila