Verðum að draga úr neyslu til þess að menga minna – Íslendingar menga mikið

Steinunn Þóra Árnadóttir

Ísland er á góðum stað þegar kemur að loftslagsmálum og þess vegna eiga Íslendingar að gera enn betur, með því til dæmis að draga úr neyslu til þess að menga minna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanns og frambjóðanda í 2.sæti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður í þættinum Einvígið í dag en þar mætti hún Ástu Lóu Þórsdóttur oddvita Flokks fólksins í Suðurkjördæmi .

Hún segir Íslendinga menga mikið af því íslendingar séu mikil neysluþjóð og að nauðsynlegt sé að sýna gott fordæmi og draga úr þeirri neyslu. Hún segir það ekki ganga upp að Ísland bendi á aðra í þessum efnum og segi þeim að taka til í eigin ranni, heldur verði Ísland sjálft að ganga fyrir fremstu röð.

Steinunn telur að með því að fara þessa leið sé hagsmunum Íslendinga best borgið í málaflokknum þegar til litið sé til framtíðar.

mengun hér á hvern mann er mjög mikil og ef við ætlum að vera trúverðug á alþjóðavettvangi þá verðum við að sýna fram á hvað við erum að gera í þessum málum“ segir Steinunn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila