Verið að taka upp bólusetningarvegabréf víða um heim, þrátt fyrir „andstöðu WHO“

Ferðamenn sýna vottorð um bólusetningu.

Rætt er um víða um heim að koma á skilríkjum, stafrænum eða á pappír, sem sýnir að viðkomandi hafi verið bólusettur gegn Kínaveirunni ásamt öðrum heilsufarslegum upplýsingum. Á passinn að gilda á ferðalögum innanlands sem utan, fyrir samkomur, tónleika, leikhús, veitingahús m.fl. Evrópusambandið er með áætlun að gefa út s.k. „grænan passa,“ New York borg hefur þegar tilkynnt um notkun „Frábæra passans, – Excelsior Pass“ og í Svíþjóð ætlar ríkisstjórnin að taka upp slíkan passa fyrir 1. júní n.k. Tilraunir eru hafnar í löndum eins og Spáni og Hollandi með stærri samankomur, fótboltaleiki og tónleika, þar sem fólk hefur app í símanum sem er sýndur á staðnum samtímis því sem hitinn er mældur í fólki á staðnum.

Bólusetning kemur ekki í veg fyrir útbreiðslu smits og ekki er vitað hversu lengi ónæmið varir

Vegabréf bólusettra er gagnrýndur af mörgum fyrir að vera ný aðskilnaðarstefna, þar sem bólusettir fá aðgang að samfélagsþjónustu og ferðalögum en þeir óbólusettu verða annars flokks borgarar. Degi eftir að ESB skýrði frá grænu vegabréfi ESB, þá lýsti Alþjóða heilbrigðisstofnun SÞ, WHO, því yfir að stofnunin styddi ekki hugmyndir um sérstakt bólusetningarvegabréf. Hins vegar styður WHO heilsufarsskilríki sem sýnir heilsufar viðkomandi.

Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu sagði, að

„WHO hvetur ekki til þess á þessu stigi, að bólusetning ákveði hvort þú getir ferðast á alþjóðavettvangi eða ekki. Ástæðan er fyrst og fremst siðferðileg vegna alþjóðlegs skorts á bóluefni, sem myndi ýta undir misrétti.“

„Það eru líka vísindalegar ástæður. Við erum ekki viss ennþá, hversu lengi ónæmið varir, þegar viðkomandi hefur fengið COVID-19 bóluefni. Ef þú færð bóluefni ertu verndaður en samt geturðu verið með sjúkdóminn og dreift smiti.“

ESB ætlar að dreifa „grænu stafrænu vegabréfi“ ókeypis til allra

Svona gæti „græni bólusetningarpassinn“ litið út á snjallsíma.

Catherine Smallwood hjá WHO, sagði að Who sé með tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB til athugunar en ekkert bendi til þess að „græna vegabréfið verði notað til að koma í veg fyrir ferðalög óbólusettra innan Evrópusambandsins.“

Deilur um bóluefnisvottorð sundrar ESB. Ríki Suður-Evrópu t.d Grikkland og Spánn með hagkerfi sem háð er ferðaþjónustu hafa beitt sér fyrir því, að vegabréf verði fljótt tekið upp, sem myndi hjálpa til við að útrýma sóttkvíum. Frakkland telur ótímabært að taka upp bólusetningarvegabréf, þar sem mikill meirihluti ríkisborgara ESB hefur ekki haft aðgang að bóluefnum hingað til. Framkvæmdastjórn ESB vill afhenda íbúum ESB ókeypis „stafrænt grænt skírteini“ sem sannar að viðkomandi hafi verið bólusettur gegn COVID-19 eða með neikvætt próf í sýnatöku.

Farsóttin geysar í Evrópu með yfir 20 þúsund látna í hverri viku

Tilkynnt var um 1,2 milljónir ný smit í síðustu viku innan ESB og eru dauðsföll á svæðinu komin yfir 900.000. Fjöldi látinna er hærri nú en í fyrstu öldu veirunnar í mars í fyrra eða yfir 20 þúsund manns á viku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila