Stjórnmálahreyfing verkalýðshreyfingarinnar gæti orðið að öflugu þverpólitísku stjórnmálaafli

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Stofni verkalýðshreyfingin stjórnmálaflokk gæti sá flokkur orðið mjög öflugt þverpólitískt stjórnmálaafl. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir almenning búinn að fá meira en nóg af sérhagsmunagæslu stjórnmálamanna og afskiptaleysi þeirra af hagsmunamálum almennings, Samherjamálið sé kornið sem fyllti mælinn

við erum hér komin yfir alla siðferðisþröskulda, fólk er búið að fá nóg af lyginni, spillingunni og óheiðarleikanum, þegar maður horfir upp á hvað ásetningurinn í þessu máli er svona einbeittur þá spyr maður að sjálfsögðu hvort það geti verið að hér á landi viðgangist mútur líka„,segir Ragnar.

Ragnar segir nýtt stjórnmálaafl geta tekið á þeim málum sem hafa verið látin sitja á hakanum af hinum flokkunum

við getum gert þetta þverpólitískt, við getum sett fram verkefnalista, ýtt til hliðar þeim málum sem við erum ekki sammála um og saman gert hér grundvallar kerfisbreytingar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila