Mikilvægast að sofna ekki á verðinum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Það er mikilvægast að sofna ekki á verðinum yfir þeim réttindum sem áunnist hafa með baráttu verkalýðshreyfinga og launafólks því þá er hætta á bakslagi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en hann var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Ragnar segir að ein helstu vandamál á vinnumarkaði í dag séu launaþjófnaður, auk þess sem herjað sé á almenning á fleiri sviðum, til dæmis af hálfu smálánafyrirtækja, sem gengið hafa af mikilli hörku gagnvart fólki og innheimt smálán á ólöglegum forsendum. Eins og kunnugt er hafa Neytendasamtökin og VR tekið höndum saman og ætla í herferð gegn slíkri starfsemi og undirbúa nú beinar aðgerðir sem Ragnar segir að eigi eftir að vekja mikla athygli.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðanAthugasemdir

athugasemdir

Deila