Skýlaus krafa að fólkið á gólfinu sem skapar verðmætin fái sinn skerf eins og því ber

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Það hefur alltaf verið skýlaus krafa af minni hálfu að þeir sem skapa mestu verðmætin, fólkið á gólfinu fái það sem því ber og sé ekki látið lepja dauðan úr skel. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segir að á móti komi sé hann alltaf tilbúinn til þess að koma til móts við þær aðstæður sem uppi eru hverju sinni, og stundum sé það svo að ekki sé hægt að fara fram með miklar kröfur

það þarf að vera þannig og því ætlast ég til þess að þegar vel gengur að þeir sem eiga það skilið fái að njóta ávaxtanna líka, það á að vera sanngirnir á báða bóga, það er ekkert flókið við það„, segir Vilhjálmur.


Algerlega fráleitt að hafna framkvæmdum NATO


Hann segir að eitt af því sem verkalýðsforustan þarf að verja og segir Vilhjálmur afstöðu Vinstri grænna gagnvart fyrirhuguðum framkvæmdum NATO vekja furðu

það vantar þarna atvinnutækifæri og það er fullkomnlega ábyrgðarlaust í því ástandi sem nú er að kasta svona tækiæri frá sér, algerlega fráleitt“ Segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila