Rekjavíkurborg ætlar að bjóða upp á tímabundið leiguhúsnæði á völdum svæðum til þess að styðja við skapandi greinar

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða upp á leiguhúsnæði á nokkrum völdum svæðum innan borgarmarkanna tímabundið til þess að styðja við skapandi greinar af ýmsu tagi.

Um er að ræða húsnæði á svæðunum, Skerjafirði, Gufunesi og Bryggjuhverfi. Verkefninu er ætlað að koma því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu í útleigu á meðan svæðin eru í skipulagsferli og er gert ráð fyrir að hægt verði að leigja húsin sem eru í misjöfnum ástandi í nokkur ár eða þar til skipulagsferli er lokið.

Húsin verða afhent í því ástandi sem þau eru og þegar kemur að vali á leigjendum er lögð sérstök áhersla á að starfsemi sem verður í húsunum tengist skapandi greinum, byggi upp nýjar atvinnugreinar eða hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Vinnuhópi verður svo falið að meta þær umsóknir sem berast og velja úr. Lesa má nánar um verkefnið með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila