Bónus opnar klukkustund fyrr fjóra daga vikunnar fyrir áhættuhópa

Verslunin Bónus hefur ákveðið að opna verslanir sínar á níu stöðum klukkustund fyrr, frá mánudögum til fimmtudaga fyrir þá hópa sem teljast í áhættuhópi vegna Kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus. Þá biðlar Bónus til viðskiptavina sinna að sýna biðlund, þolinmæði og virða þau fjarlægðartakmörk sem sett hafa verið.

Verslanir Bónus sem opna klukkustund fyrr fyrir viðkvæma hópa eru á eftirtöldum stöðum: Kauptúni í Garðabæ, Korputorgi, Holtagörðum, Fitjum Reykjanesbæ, Langholti á Akureyri, Selfossi, Hveragerði, Ísafirði og Egilsstöðum.

Bónus hefur einnig sett upp sérstaka síðu á vefsvæði sínu þar sem þær aðgerðir sem verslunin hefur farið í til þess að koma í veg fyrir smit eru tíundaðar, sjá nánar með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila