Við höfum lært ýmislegt í Covid ástandinu – Hreyfing aldrei mikilvægari en nú

Bára Magnúsdóttir líkamsræktarfrömuður

Það er ýmislegt sem Íslendinga hafa lært í Covid ástandinu, til dæmis höfum við lært heilmargt um hreinlæti og aðlaga okkur þeim aðstæðum sem við þurfum að búa við hverju sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Báru Magnúsdóttur líkamsræktarfrömuð hjá JSB í umræðuþætti um heilsutengd málefni en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Bára segir að þegar samkomutakmarkanir tóku gildi hafi JSB aðlagað sig breyttum aðstæðum

þá höfðum við gufuna lokaða og fólk þurfti að velja sér þá hópa sem það ætlaði sér að vera mest í hjá okkur og við bara aðlöguðum okkur að þessum aðstæðum sem uppi voru“,segir Bára.

Hún segir að nú sé allt að opnast aftur hægt og rólega og er hún bjartsýn á næstu vikur og mánuði en fyrir þá sem eru að hugsa um að byrja að stunda líkamsrækt hjá JSB þurfi alls ekki að vera feimnir við það

það er gott að mæta þrisvar í viku og eftir nokkrar vikur ertu farinn að finna hvernig úthaldið og þrekið tekur að aukast smám saman, það er nefnilega misskilningur að maður safni þreki með því að leggjast útaf og hvíla sig, fólk þarf bara að koma og prufa, hreyfingin er aldrei mikilvægari en nú “,segir Bára.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila