„Við munum taka Bandaríkin aftur!“ Trump gefur baráttutóninn til stuðningsmanna á fjölmennum fundi í Iowa

Trump á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í Iowa um helgina. Trump er ræðusnillingur og dró stjórnmálaandstæðinga sundur og saman í háði við mikinn fögnuð viðstaddra. Vinsældir Trumps eru meiri núna en þegar hann var í Hvíta húsinu og er engu líkar en hann sé kominn í forsetaframboð aftur. (Sksk Ruptly)

Sannleikurinnn kemur alltaf fram að lokum

DONALD TRUMP gaf í skyn, að hann byði sig fram til forseta Bandaríkjanna 2024 á fjöldafundi í Iowa um helgina. Hann hét því, að „taka aftur Bandaríkin“ frá frjálshyggjumönnum, sem hann sagði að hefðu brugðist við brottförina frá Afganistan.

Donald Trump, fyrrverandi forseti, sneri aftur til Iowa um helgina til að stappa stálinu í stuðningsmenn sína, þar sem hann hét því að hann myndi „taka Bandaríkin aftur“ frá Joe Biden. Trump gagnrýndi trilljón dollara innviðafrumvarp Bidens og „klúðurslegt“ brotthvarf hans frá Afganistan og bætti við að „Patton hershöfðingi“ myndi ekki gera slík mistök. Áheyrendur fögnuðu með hrópum, þegar hann flutti ræðuna og Trump gaf í skyn, að hann myndi mögulega bjóða sig fram til embættis forseta 2024.

Trump sagði: „Eins og ég hef sagt áður, þá er sannleikurinn náttúrulegur kraftur, hann kemur í ljós, allur sannleikurinn mun koma í ljós. Verum viss, allt það sem öfgavinstrið snertir í gegnum söguna leiðir til eymdar og eyðileggingar og bilunar. En með ykkur öll í Iowa og íhaldssömum föðurlandsvinum um allt land munum við binda enda á ráðandi róttækni þeirra og við munum taka Bandaríkin aftur…“

Haldið þið að Patton hershöfðingi hefði farið fyrstur frá Afganistan?

Áheyrendur fögnuðu ákaft, þegar Trump vék að demókrötum: „Haldið þið, að George Patton hershöfðingi hefði farið fyrstur frá Afganistan?Haldið þið, að hann hefði skilið eftir dauða hermenn að ástæðulausu og haldið þið, að hann hefði skilið eftir besta herbúnað í heimi að andvirði 85 billjóna dollara?“

Trump fullyrti, að Kína og Rússland hefðu nú aðgang að vígbúnaði Bandaríkjanna og væru að rannsaka hann til að geta barist betur með því að notfæra sér bandaríska hertækni. Hann fullyrti einnig að mikið af þeim búnaði, sem skilinn var eftir í Afganistan, væri núna til sölu á svarta markaðinum.

Trump sagði, að ríkisstjórn Bidens hefði á fyrstu 9 mánuðum í embætti farið með landið „á barm eyðileggingar. Eftir aðeins níu mánuði með Biden eru ofbeldisfullir glæpamenn og blóðþyrstir glæpahópar að taka yfir göturnar okkar, ólöglegir innflytjendur og banvænir eiturlyfjahringir tað taka yfir landamærin okkar, verðbólgan að taka yfir efnahagslífi okkar, Kína að taka yfir störfin okkar, Talibanar hafa tekið yfir Afganistan, bandóðir vinstrimenn eru að taka yfir skólana okkar og róttækir sósíalistar eru að taka yfir landið okkar – en við munum ekki láta það gerast.“

Einungis 37 % íbúa Iowa treysta Biden en traustið á Trump hefur aukist 5% síðan hann var í Hvíta húsinu og er núna 53%

Trump sagði einnig að ríkisstjórn Bidens hefði komið á aðskilnaðarstefnu í Bandaríkjunum með bólusetningarskyldunni. Í næstum tveggja klukkustunda ræðu vék Trump einnig að sigri sínum yfir Biden í Iowa en hann vann Biden þar 53% gegn 45%.

Samkvæmt skoðanakönnun Mediacom Iowa segjast 53% íbúa Iowa núna treysta Trump mjög vel en á tíma hans í Hvíta húsinu sögðust 48% íbúa Iowa treysta honum mjög vel. Traust hans hefur því aukist 5% í Iowa síðan hann lét af embætti forseta. Einungis 37% íbúa Iowa segjast treysta Biden og 61% treysta honum ekki.

Trump ræddi einnig kosningasvindlið í forsetakosningunum og hvatti íbúa Iowa til að taka fullan þátt í kosningunum 2022. Í könnun Suffolk háskólans/USA TODAY í september sögðust 70% Repúblikana telja Joe Biden ekki vera rétt kjörinn forseta Bandaríkjanna en 22% töldu hann vera rétt kjörinn. Deilur um kosningasvindl hefur dregið úr trausti almennings á kosningakerfinu og krefjast Repúblikanar lagfæringar á kosningum t.d. með framvísun persónuskilríkja til að koma í veg fyrir svindl eins og að „látnir taki þátt í kosningunum.“

Hér má sjá allan fundinn á myndbandi

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila