Við verðum að berjast gegn þessu! Farage varar við marxískri niðurrifsmenningu sem segir Churchill rasista og vill afmá nafn hans úr sögunni

Nigel Farage leiðtogi Brexit (©European Parliament CC 2.0 skorin mynd)

Eftir að góðgerðarsamtök Winston Churchill fjarlægðu Churchill af heimasíðu sinni og breytti um nafn, þá varar Nigel Farage við því, að ógnin um að „rasistavæða“ Winston Churchill „gangi mun lengra en niðurrifsmenningin sjálf.“

Nigel Farage var gestur nýlega hjá GB News og sagði það „algjörlega skammarlegt“ að góðgerðarsamtök Winston Churchill væru að fjarlægja leiðtogann af vefsíðu sinni. Farage sagði í harðri gagnrýni gegn aðförinni að Churchill, að uppátækið gangi lengra en niðurrifsmenningin og sé tilraun til að „brjóta stofnanir landsins á bak aftur.“ Minningarsjóður Winston Churchill tilkynnti nýlega, að myndir af Churchill fv. forsætisráðherra Bretlands yrðu fjarlægðar af vefsíðunni og nafnið yrði breytt í Félagsskap Churchill. Nigel Farage kallar þetta „nýjustu tilraun að djöflast í hetjum eins og Churchill.“

Winston Churchill

Farage sagði: „Nývaknaðir höfðingjar hjá góðgerðarstofnun, sem var stofnuð til heiðurs Sir Winston Churchill, hafa breytt nafni samtakanna og eytt myndum af honum af vefsíðu þeirra. Fyrirvari um kynþáttafordóma er nú endurtekinn á ýmsum síðum. Að breyta nafni samtaka sem voru sett á laggirnar til að heiðra þennan mann – og einn af kröftunum á bak við það var hinn síðari Phillip prins – er algjörlega skammarlegt.”

Winston Churchill var einn fremsti leiðtogi hins frjálsa heims gegn nasismanum og var forsætisráðherra Breta árin 1940 – 1945 og 1951 – 1955.

“Við verðum að standa upp og berjast gegn þessu.”

Nigel Farage segir:

„Það er kominn tími til að sumt af þessu fólki, sem er að gera tilraun til að lýsa Churchill sem kynþáttahatara, læri að þetta var maðurinn sem stóð gegn nasismanum og án hans myndum við tala þýsku.

Þetta er maður, sem gerði allt til að vinna bug á þessu og öfgastefnum. Hugmyndin um að orstír mannsins sé nú viljandi eytt, – við köllum það niðurrifsmenningu en það er endurborin veira marxismans.

Það sem marxisminn reynir að gera er að reyna að eyðileggja allt landið, eyðileggja menningu þess, alla sögu þess, brjóta stofnanir þess á bak aftur og skipta út fyrir hið mikla nýja sósíalíska skipulag.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur einnig fordæmt árásirnar á Churchill, þegar góðgerðarstofnunin hreinsað burtu myndir af forsætisráðherra Bretlands á stríðstímanum til að reyna að endurskrifa söguna.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila