Ljósbjarmar og blossar sáust við Fagradalsfjall

Ljósbjarmar og blossar við Fagradalsfjall sáust í vefmyndavélum sem staðsettar eru í námunda við svæðið. Þegar fréttavefur Útvarps Sögu hafði samband við Veðurstofu til þess að spyrjast fyrir um hvers eðlis blossar væru sem sæjust á vefmyndavél hafði sérfræðingur ekki heyrt af þeim og kannaði því málið á meðan samtalinu stóð.

Staðfesti sérfræðingur Veðurstofu að ljósbjarmar sæust en ekki væri hægt að greina hvers eðlis þeir væru og því myndi Veðurstofa kanna málið nánar. Um hálftíma síðar var samband haft við Almannavarnir sem væntanlega rannsaka blossana nánar. Fylgst verður með framvindu mála hér á vef Útvarps Sögu og nánar greint frá atburðum eftir því sem upplýsingar berast.

Uppfært kl.01:46 – Bjarmarnir og blossarnir sem sáust reyndust vera mosi sem kviknað hafði í á svæðinu en mikill jarðhiti er á svæðinu og hefur verið undanfarna tvo daga. Ekki er ljóst hvort hitinn hafi kveikt í mosanum.

Deila