Viðbrögð hinna fullorðnu við kvíðakasti barna geta haft áhrif á kvíða til framtíðar

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur

Hver manneskja hefur innbyggt kvíðakerfi sem er forn arfleifð frá frumárum mannskepnunnar hér á jörð og stundum virkjast þetta kerfi sem kemur sér illa fyrir nútímafólk, bæði börn og fullorðna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Steinunnar Önnu Sigurjónsdóttur sálfræðings í þættinum Heilsan heim í dag en hún var viðmælandi Sigrúnar Kjartansdóttur.

Steinunn sagði kvíðann vega hluta af því sem erfst hefur áfram til nútímamannsins líkt og rófubeinið sem menn þurfa ekki á að halda í dag. Þegar kvíðakerfið virkjast hjá börnum skipta viðbrögð hinna fullorðnu miklu máli, til þess að kvíði komi ekki upp við sömu aðstæður í framtíðinni.

Steinunn benti á dæmi í þættinum þar sem kona með barn mætir hundi, hundurinn geltir og barnið verður hrætt og fyllist kvíða og bakkar

þá er mikilvægt að konan haldi ró sinni og gefi það til kynna að hér séu aðstæður sem óþarfi sé að kvíði komi upp, hún klappar hundinum og sýnir barninu að það er engin ástæða til þess að vera kvíðið„,segir Steinunn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila