Telur að bankaviðskipti færist að miklu leyti yfir til netrisanna

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri

Bankaviðskipti framtíðarinnar munu að öllum líkindum færast að miklu leyti yfir til netrisa á borð við Facebook og Google. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Önundarsonar viðskiptafræðings og fyrrverandi bankastjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ragnar segir að netrisarnir séu þegar farnir að huga að því að mögulegt verið að greiða til dæmis reikninga í gegnum samfélagsmiðla, Facebook, Google, Amazon og fleiri fyrirtækja sem stórtæk séu á sviði upplýsingatækni

þetta eru auðvitað risastór amerísk fyrirtæki og menn munu þurfa að hafa sig alla við til þess að veita þessum fyrirtækjum samkeppni, en það verður að sjálfsögðu mjög erfitt, þetta er auðvitað stærsta ógnin sem núverandi bankakerfi þurfa að búa við, þessi fyrirtæki hafa þegar sótt um bankaleyfi„,segir Ragnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila