Heimsmálin: Hættulegir tímar í heimsviðskiptunum, Kínverjar gætu valdið heimskreppu

Viðskiptastríðið milli Kínverja og Bandaríkjanna er farið að taka á sig hættulega mynd. Á meðan Donald Trump reynir með tollum að taka meðal annars á innflutningi á fölsuðum varningi sem framleiddur er í Kína bregðast kínverjar við með því að lækka verðið á þeim vörum, sem gæti síðar leitt til heimskreppu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir ástandið í heimsviðskiptunum vera á svipuðum slóðum og árið 2009

það gæti skollið á heimskreppa áður en við vitum af, og þá er það kínverjunum að kenna en ekki Donald Trump því Donald Trump er einfaldlega að reyna að bjarga heiminum úr krumlum kínverja sem hafa sölsað undir sig risastóra markaði, og komið upp umfangsmiklu njósnaneti um heim allan, Kína ætlar að vaða áfram um allan heim með sínar vörur, sína hermenn, sína tækni og sínar njósnir, þetta er ein stór púðurtunna„,segir Guðmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila