Víðtækur vandi atvinnuleitenda af eldri kynslóðinni

Sigurjón M. Egilsson og Gunnar Smári Egilsson.

Helsti vandi þeirra atvinnuleitenda sem teljast í eldri kantinum er að reynsla og þekking er of mikil og aldur of hár til þess að geta fengið vinnu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í þættinum Annað Ísland í dag en hún var gestur Gunnars Smára Egilssonar. Ólína segir það skjóta skökku við að ekki sé horft til þeirra kosta sem eldri atvinnuleitendur og ekki síst konur hafi upp á að bjóða ” konur á milli þrítugs og fertugs eru oft mjög uppteknar að sinna heimili og börnum, en þær sem komnar eru um fimmtugt eru oftast orðnar lausari frá fjölskyldulífinu og geta meira um frjálst höfuð strokið og hafa jafnvel menntað sig meira til þess að verða enn hæfari fyrir atvinnulífið“,segir Ólína. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila