Vigano erkibiskup um kjör Giorgia Meloni: „Margir að verða meðvitaðir um valdarán yfirþjóðlegra afla“

Ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano skrifar um viðbrögð sín við ítölsku kosningunum og mögulegs kjörs Giorgia Meloni sem fyrstu konu á forsætisráðherrastól Ítalíu árið 2022. Bandaríski miðillinn The Gatewaypundit segir frá.

Margir hafa óbeit á þeirri stjórnmálastétt sem reynst hefur óverðug og er svo spillt að ekki verður lýst með orðum

Carlo Maria Vigano erkibiskup deilir með The Gateway Pundit athugunum sínum og viðbrögðum við nýlegum kosningum á Ítalíu og sigri Giorgia Meloni. Hér eru birtir hlutar úr skrifum erkibiskupsins en bréf hans má lesa í heild á ensku neðar á síðunni.

Vigano erkibiskup segir m.a. um viðbrögð kjósenda við valdastéttinni:

„Vissulega lýsa flestir þeir sem eru á hliðarlínunni, að þeir telja ekki sættanlegt að taka þátt í leik, þegar aðrir ákveða leikreglurnar, ef þannig má að orði komast. Við þennan hóp bætast einnig þeir, sem kjósa ekki vegna áhugaleysis eða einfaldlega – og mér sýnist það vera meirihlutinn– vegna þess að þeir hafa fengið óbeit á stjórnmálastétt, sem reynst hefur óverðug og er meira spillt en orð ná yfir.“

Verið að eyðileggja hið hefðbundna samfélag

„Ítalskir þingmenn hafa sameinað það versta í kommúnískri hóphyggju og það versta í neytendafrjálshyggju í stefnu sem gagnast áhrifavöldum ofurfjármála, sem notfæra sér neyðarástand eins og heimsfaraldur, orkukreppur og stríð í þeim eina tilgangi að eyðileggja hið hefðbundna samfélag.“

„Það á eftir að koma í ljós, hvort fyrsta konan í embætti forsætisráðherra muni geta aðgreint sig frá forverum sínum eða hvort hún beygi sig frekar fyrir djúpríkinu og heldur áfram svikum við ítalska þjóðina.“

Ítalir eru að rísa upp gegn heimselítunni:

„Mér sýnist að margir séu að verða varir við hið mjög alvarlega valdarán sem framin er af yfirþjóðlegum völdum, sem geta truflað með harðri hendi starfsemi ríkisstjórna og alþjóðlegra stofnana. Heimur viðskipta og vinnu er farinn að skilja vísvitandi eyðileggingu á þjóðarbúskapnum sem hefur verið framkvæmd fyrst af Covid og síðan af stríðinu í Úkraínu.“

Hér að neðan má lesa alla grein Vigano erkibiskups á ensku:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila