Vigano erkibiskup um þjóðríki sem afhenda WHO fullveldið: „Að gefa eftir fullveldi er talið landráðaglæpur“

Carlo Maria Vigano erkibiskup lagði fram minnisblað í gær, þar sem hann varar við hættunni á því að afhenda WHO fullveldi einstakra þjóðríkja. Þetta er landráð þessara þjóðríkja.

Vigano erkibiskup er heimsleiðtogi með hugrekki til að standa upp gegn hnattræningjum, sem eru að reyna að yfirtaka heiminn. Hann sendi íbúum heimsins bréf í gærmorgun laugardaginn 21. maí.

Vigano erkibiskup skrifar:

„Á næstu dögum munu þjóðirnar, sem aðhyllast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina greiða atkvæði um ályktanir um stjórnun WHO á heimsfaröldrum. Þessar ályktanir munu flytja fullveldi varðandi heilsu borgaranna til yfirþjóðlegrar stofnunar, sem er að stórum hluta fjármögnuð af lyfjaiðnaðinum og Bill & Melinda Gates Foundation. Ef þessar ályktanir verða samþykktar með meirihluta mun WHO hafa alræðislegt alþjóðavald, þegar um heimsfaraldra er að ræða til að setja allar reglur, þar á meðal sóttkví, lokun, skyldubólusetningar og bólusetningarvegabréf. Einnig ber að hafa í huga að þessi samtök njóta friðhelgi og því er hvorki hægt að sækja meðlimi þeirra til saka né sakfella ef þeir fremja glæpi. Hversu mótsagnakennt sem það er, þá munu ókjörnir tæknikratar fá meiri völd en þau, sem borgararnir veita fulltrúum sínum í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu.

Í ljósi þess að afsal fullveldis er talið landráðaglæpur samkvæmt lögum hverrar þjóðar og að þingið má ekki setja lög gegn hagsmunum þjóðarinnar og því síður brjóta gegn eðlilegu frelsi og grundvallarréttindum borgaranna, sem þeir eru fulltrúar fyrir, þá tel ég að það fari ekki fram hjá neinum, að þessi tilraun WHO til að eigna sér vald, sem tilheyrir einstökum þjóðum, sé gert til að koma í veg fyrir hvers kyns andspyrnu við Agenda 2030, sem á sviði heilbrigðisþjónustunnar miðar einnig að því að ná fram hinni harkalegu skerðingu á læknis- og sjúkrahúsþjónustu, einkavæðingu heilbrigðisiðnaðarins og forvörnum gegn sjúkdómum með bóluefnum.“

Hér að neðan er minnisblaðið í heild sinni og skyldulesning. (Lestu það sem Vigano erkibiskup segir um núverandi páfa í síðustu málsgreininni.)

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila