Vigdís kærir kosningasvindlið til Dómsmálaráðuneytisins

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur kært til Dómsmálaráðuneytisins niðurstöðu kjörnefndar sem skipuð var til þess að fara yfir kæru Vigdísar vegna ólögmætra SMS sendinga á vegum Reykjavíkurborgar á tiltekna hópa í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga.

Kjörnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæran hefði borist of seint og að ekki væri heimild til þess að framlengja kærufrest.

Í kæru Vigdísar til ráðuneytisins segir meðal annars:

“ Kærandi hefur á öllum stigum viðurkennt að kærufrestur sá sem kveðið er á í lögum um kosningar til sveitarstjórnar, nr. 5/1998, er löngu liðinn, en vegna alvarlegra athugasemda við framkvæmd og aðdraganda borgarstjórnarkosninganna sbr. úrskurð Persónuverndar í máli nr, 2018/831, sem birtur var Reykjavíkurborg hinn 7. febrúar s.l. lítur kærandi svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann dag.“

Minnir á ríka ábyrgð


Vigdís minnir á í kæru sinni til ráðuneytisins að sveitarstjórnum sé falin mikil ábyrgð gagnvart lögum um kosningar til sveitastjórna

“ Þessi óháða lagaskylda var brotin í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru hinn 26. maí 2018, eins og skýrt kemur fram í úrskurði Persónuverndar.“ skrifar Vigdís.


Þá bendir Vigdís á að niðurstaða Persónuverndar hafi leitt í ljós alvarleg brot borgarinnar en þau voru:

  • Vinnsla Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum
  • frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda mismunandi skilaboð til ungra kjósenda fyrir
  • sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
  • Vinnsla Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að
  • senda skilaboð til kvenna 80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara fyrir
  • sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
  • Vinnsla Þjóðskrár Íslands á persónuupplýsingum sem fól í sér afhendingu upplýsinga
  • til Reykjavíkurborgar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara samrýmdist ekki lögum
  • nr. 77/2000.
  • Ámælisvert er að Reykjavíkurborg hafi ekki veitt Persónuvernd upplýsingar um alla
  • þætti málsins eftir að stofnunin óskaði sérstaklega eftir því með bréfi, dagsettu 14. maí
  • 2018.

Hér er um alvarleg lögbrot að ræða sem samrýmdust ekki þágildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Leiða má að því sterkum líkum að úrslit borgarstjórnarkosninganna hafi orðið önnur hefði stjórnvaldið Reykjavíkurborg ekki farið í þessar aðgerðir. Segir Vigdís í kæru sinni.





Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila