Viktor Orbán: Evrópa fremur sjálfsmorð – en við munum aldrei gefast upp

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, sagði í nýlegri ræðu, að Evrópa standi frammi fyrir miklum vandamálum og rekur „sjálfsmorðsstefnu“ með víðtækum fólksinnflutningi. (Mynd © European People’s Party).

Kórónuveiran – stríðið – refsiaðgerðir – orkukreppa = erfiður áratugur framundan

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, varar við því, að Evrópa og Vesturlönd séu að fremja sjálfsmorð og að álfan standi frammi fyrir mjög erfiðum áratug.

Þetta sagði hann, þegar hann svór embættiseið sinn sem forsætisráðherra.

„Allt sem gerst hefur síðan 2020 bendir í eina átt eða fylgir einni stefnu: Evrópa og Vesturlandabúar – og þar með einnig Ungverjaland og ungverska þjóðin – eru komin inn í hættulega tíma.

2020 byrjaði með kórónuveirunni og hélt áfram með stríði. Stríðið og evrópska refsiaðgerðastefnan hafa skapað orkukreppu. Orkukreppan og vaxtahækkanir hafa síðan leitt til mikillar verðbólgu. Saman mun þetta leiða til tímabils lægðar og efnahagssamdráttar.

Auk þess er fjöldi innflytjenda ógn við Evrópu, segir hann. Að sögn Viktors Orbáns eru það þjóðríki, sem hafa haldið Vesturlöndum saman. En þetta er við það að leysast upp, bendir forsætisráðherrann á, sem vann stórsigur í ungversku kosningunum á dögunum.

Verið að skifta út evrópskum börnum fyrir innflytjendur

„Myndin af stríðsáratug gerist fyrir augum okkar. Það væri gott ef það væri ekki raunin, en útgangspunktur okkar getur ekki verið óskir okkar heldur veruleikinn.

Við Ungverjar þurfum að vera viðbúnir og í þessum óróleika verðum við að setja okkar eigin stefnu og fylgja okkar eigin stefnu. Við stöndum frammi fyrir endurteknum bylgjum sjálfsmorðsstefnu hins vestræna heims. Ein slík sjálfsvígstilraun er stóra evrópska íbúaskiptaáætlunin“ heldur hann áfram og segir, að evrópskum börnum sé núna „skift út“ fyrir innflytjendur.

„Svona lít ég líka á kynjabrjálæðið, en samkvæmt því er einstaklingurinn skapari sjálfsmyndar sinnar, þar með talið kynvitundar.

Ungverjaland gerir uppreisn gegn alræðisstefnu ESB

„Það er í þessari stöðu sem við verðum að þróa stefnu Ungverjalands. Og þegar við höfum gert það, þá látum við landið að fylgja þessari stefnu með traustri hendi. Þetta verður erfitt verkefni en við munum ná árangri. Við náum árangri, því við Ungverjar erum skornir í harðasta tréð. Af þeim sökum erum við þrjósk í andstöðu okkar gegn úrkynjun.

Ungverjaland og Pólland eru orðin síðasta kristna, íhaldssama vígið í hinum vestræna heimi. Hvernig við hugsum um heiminn og framtíðina er frábrugðið hinum frjálslynda, glóbalíska meginstraumi. Við byggjum landið okkar á annan hátt. Kannski getum við lifað hlið við hlið. En í dag sækist Brussel eftir alræði. Fullyrt er að einungis sé hægt að ímynda sér og beita sér í stjórnmálum, þjóðstjórnum og Evrópu á einn hátt. Hverjum þeim, sem ekki gengur í takt við þetta, verður refsað. En Ungverjaland gerir uppreisn gegn þessu. Við gefumst ekki upp! Ugocsa non coronat!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila