Viktor Orban líkir ESB við Sovétríkin: „Fólk sem elskar frelsi verður að bjarga Brussel frá sovétvæðingunni“

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands segir Evrópusambandið engu betra en Sovétríkin, því sambandið reyni með fjárkúgun að þvinga ríki til að breyta um stefnu og þóknast sambandinu. Segir hann ESB hafa breyst í Sovétríki með því að tengja fjárveitingar sambandsins við afstöðu Ungverja í innflytjendamálum og vegna baráttu landsins gegn kórónufaraldrinum. „Fólk sem elskar frelsi verður að bjarga Brussel frá sovétvæðingunni, frá þeim einstaklingum sem vilja skipa okkur hvernig við eigum að lifa í löndum okkar“ sagði Orbán fyrir nokkrum árum í minningarræðu ungversku uppreisnarinnar gegn Sovét árið 1956. Ungverjar héldu þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir nokkrum árum um afstöðu sína í innflytjendamálum og var yfir 90% landsmanna fylgjandi því að Ungverjaland sæi sjálft um sín innflytjendamál. Núna er m.a. notað að ungverska þingið samþykkti neyðarlög vegna kóronufaraldursins og segir EU landið hafa með því brotið gegn grunngildum sambandsins og hótar að draga inn fjárveitingar til landsins. Orbán segir ESB hins vegar komið í spor gömlu Sovétríkjanna.

ESB ekki stofnað til að verða Sovétríkin númer tvö

Orbán segir að ESB geti ekki tekið Ungverjaland út af fjárlögum ESB vegna yfirstandandi tæknilegra lagaumræðna. Þýskaland fer með forsæti ESB að þessu sinni og sagði Orbán i útvarpsviðtali að hann hefði sagt Merkel „að ef tillagan sem Evrópuþingið og fosæti Þýskalands standa að verði samþykkt, þá er búið að breyta Evrópusambandinu í Sovétríki. Um er að ræða fjárkúgun á hugmyndafræðilegum grunni án efnsilegs innihalds. Þetta er ekki það sem við vildum – við sköpuðum ekki Evrópusambandið til að verða Sovétríkin númer tvö.“

Ungverjar geta stöðvað heildarfjárlög ESB

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Viktor Orbán beiti neitunarvaldi til að stöðva samþykkt fjárlag ESB næsta tímabil en varla talið líklegt þar sem Unverjaland fær meiri peninga frá ESB en Ungverjar greiða til baka. Það sama má segja um Pólland en ESB beitir Pólverja svipuðum hótunum og gert er við Ungverja. Orbán skrifaði í bréfi til Charles Michel forseta leiðtogaráðs ESB í fyrri viku: „Í samræmi við hefðbundnar starfsaðferðir að ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt, þá verð ég að upplýsa um að ástandið leyfir enga aðra leið fyrir Ungverjaland en að samþykkja ekki aðra þætti fjárlagapakkans þar með talin þau atriði sem krefjast fullrar samstöðu.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila