Viktor Orbán: Netverk George Soros er „stærsta ógnin sem aðildarríki ESB standa frammi fyrir“ – svarar árásum Soros á Ungverja og Pólverja vegna beitingu neitunarvalds

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands ásakaði George Soros um að koma á fót „Evrópsku heimsveldi“ undir merkjum opins alþjóða samfélags. Í skriflegri yfirlýsingu svarar Orbán grein George Soros í Project Syndicate, þar sem Soros ræðst á Ungverjaland og Pólland fyrir að beita neitunarvaldi gegn 1,15 billjóna evru sjö ára fjárlögum Evrópusambandsins ásamt 750 milljarða evra kórónufaraldssjóðs ESB. Í grein sinni skrifar Soros að hægt sé að sniðganga neitun Ungverjalands og Póllands á nýju fjárlögunum einfaldlega með því að framlengja gömulu fjárlögin eitt og eitt ár í senn og þá sjá til þess að borga löndunum tveimur ekki evru úr sjóðum ESB. Segir Soros að hvernig Evrópusambandið bregðist við beitingu Ungverjalands og Póllands á neitunarvaldinu muni skera úr um hvort ESB muni lifa af sem opið samfélag á grundvelli þeirra gilda sem myndun ESB hvílir á.

Neyðist að svara fjármálaglæpamanni

Í svari sínu skrifar Orbán að Soros skipi leiðtogum Evrópusambandsins „að refsa stranglega þeim aðildarríkjum sem vilja ekki verða hluti sameinaðs Heimsveldis Evrópu undir merkjum opins alþjóðasamfélags. Soros er fjármálaglæpamaður sem auðgast hefur á spekúlasjónum, hefur eyðilagt líf milljóna manna og kvenna og einnig tekið efnhagslíf heillra þjóða í fjárgíslingu.“ Orbán segir að margir telji að forsætisráðherrar „eigi ekki að ræða við efnahagslega glæpamenn frekar en ríkisstjórnir semji við hryðjuverkamenn. Engu að síður neyðist ég til að gera slíkt núna.“

Allar tilraunir til að sameina þjóðir Evrópu í eitt heimsveldi hafa mistekist

Orbán heldur áfram: „Allar tilraunir til að sameina þjóðir Evrópu undir forystu eins heimsveldis hafa mistekist. Þannig kennir reynsla sögunnar okkur að Evrópa mun aðeins verða mikil aftur ef þjóðir hennar verða aftur miklar og berjast gegna öllum formum heimsvaldastefnunnar.

Enn á ný eru sterk öfl á hreyfingu sem vilja útrýma þjóðum Evrópu og sameina álfuna undir forystu alþjóðlegs heimsveldis. Netverk Soros, sem hefur spunnið sig gegnum skriffinnskukerfi Evrópu og stjórnmálaelítu þess, hefur í mörg ár unnið að því að gera Evrópu að álfu innflytjenda. Í dag er Netverk Soros, sem reynir að afnema þjóðarrammann og vinnur að opnu alþjóðasamfélagi, stærsta ógnin sem aðildarríki Evrópusambandsins standa frammi fyrir. Markmið netverksins eru augljós: að skapa opin fjölmenningarsamfélög margra ættkvísla með því að hraða fólksinnflutningi og rífa niður þjóðlega ákvörðunarréttinn og færa í hendur alþjóða elítunnar. Þörfin á evrópskri samstöðu, að þjóðir Evrópu komi saman og hjálpi hverjar annarri, hefur aldrei verið meiri en nú.“

Etur íbúum Evrópu saman hverjum gegn öðrum

Orbán minnist þess hvernig Soros réðst á gjaldmiðil og stærsta banka Ungverjalands í efnahagskreppunni og hvernig Soros hefur aðstoðað hælisleytindur að komast til Evrópu. „Núna leggur Soros til að aðildarríkin refsi hvert öðru í staðinn fyrir að sýna samstöðu og veita gagnkvæma aðstoð. Hann leggur sig opinberlega í og reynir að auka þrýsting á þjóðríkin til að egna íbúum Evrópu hverjum gegn öðrum.

„Á launalistum Soros er löng röð stjórnmálamanna, blaðamanna, dómara, búrókrata og stjórnmála áróðursmanna sem allir eru grímuklæddir sem meðlimir borgaralegra samfélagslegra samtaka. Og þótt milljarðamæringurinn ásaki alla óvini sína um að vera spilltir, þá er hann sjálfur spilltasti maður heims.“

Megum ekki að hopa fyrir Soros viljum við varðveita frelsið

Hið sanna markmið netverks Soros er að skapa sameinað heimsveldi sem mun forma „sameiginlegan hugsunarhátt, sameinaða menningu og sameiginlegt kerfi yfir frjálsum og sjálfstæðum þjóðum Evrópu. Gagnstætt sjálfsákvörðunarréttinum mun netverkið afnema rétt alls fólks að ráða örlögum sínum sjálft.“

Soros minnist reynslu Ungverja og annarra ríkja í mið Evrópu í „staðfastri frelsisbaráttu gegn miklum heimsveldum, síendurtekin barátta fyrir því að vinna rétt okkar að sjálf ráða örlögum okkar. Við höfum bitra reynslu á fyrsta bekk að sérhver heimsvaldaávinningur hefur þrælkun í för með sér. Baráttan fyrir og gegn hinu nýja Heimsveldi Brussels hefur enn ekki verið ákveðin. Brussel virðist vera að hopa en margar þjóðir halda andstöðunni áfram. Ef við viljum varðveita frelsi okkar fáum við engan veginn að gefa eftir fyrir netverki Soros.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila