Vildum varpa ljósi á hegðun Breta gagnvart Íslandi

Ólafur Elíasson píanóleikari og stofnandi Indefence.

Indefence hópurinn hafi það að leiðarljósi í starfsemi sinni að draga fram þá staðreynd að hegðun Breta var ekki í lagi gagnvart Íslandi í fjármálahruninu 2008. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Elíassonar píanóleikara og einum stofnanda Indefence í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Hauks Haukssonar. Ólafur segir að það sé hans mat að það hafi verið sérlega ósvífið af Bretum að mála Ísland upp sem skúrkinn “ framferði íslensku útrásarvíkinganna var ekki í lagi, en það var framkoma breta ekki heldur og við vildum vekja athygli á því og beiting hryðjuverkalaganna var ólögleg að mínu mati“,segir Ólafur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila