Horfir stoltur yfir farinn veg í verkalýðsbaráttunni

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Það hefur orðið mikil breyting til batnaðar í málefnum launafólks á undanförnum mánuðum, það þýðir þó ekki að slegið verði slöku við í verkalýðsbaráttunni.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Vilhjálmur segir að vaxtalækkun sem hefur skilað sér til launafólks sé þegar farin að hafa mjög jákvæð áhrif

eins og við höfðum búist við, fasteignagjöld hækka til dæmis mun minna hér á Akranesi ef við tökum bara eitt dæmi, við vinnum að því að hvetja fyrirtæki til þess að halda verrðlagi niðri eins og kostur er“

mér finnst hljóðið almennt nokkuð gott og menn eru alveg inni á þessu með okkur, það er auðvitað frábært, ég vonast til þess að við séum öll að róa í sömu átt„,segir Vilhjálmur.


Sykurskatturinn í andstöðu við lífskjarasamninginn


Vilhjálmur segir fyrirhugaðan sykurskatt vera þó í fullkominni andstöðu við lífskjarasamninginn

þar að auki hef ég ekki trú á svona forræðishyggju, ég bendi á að við höfum náð miklum árangri gegn tóbaksnotkun með fræðsluherferðum, það mætti fara svipaðar leiðir hvað sykurneysluna varðar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila