Vilhjálmur sammála seðlabankastjóra um að hagsmunaaðilar eigi ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóða

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Ummæli seðlabankastjóra um að verkalýðsleiðtogar eigi ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóða eru réttmæt og það er eðlilegt að fólk velti þeirri stöðu fyrir sér.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segir að hann hafi sjálfur lengi talað fyrir því að hagsmunaaðilar eigi ekki að sitja í lífeyrissjóðunum, sama af hvaða enda þeir séu, hann hafi meðal annars lagt fram tillögu þess efnis

ég er á því að hagsmunaaðilar eigi ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóða, sama hvort sem um sé að ræða atvinnurekendur eða forsvarsmenn verkalýðshreyfinga, ég vil að það séu fyrst og fremst félagsmenn í lífeyrissjóðnum sem alfarið kjósi þær stjórnir sem sitja í þeim hverju sinni, þannig er þessu best farið“ segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila