Vilja undirstrika fjölbreytileika samfélagsins með umdeildri jesúmynd – Málið mjög umdeilt bæði innan kirkjunnar og meðal almennings

Ekki er verið að skilgreina biblíuna upp á nýtt heldur er verið að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins með nýrri umdeildri kynningarmynd sunnudagaskólans þar sem meðal annars má sá Jesú með brjóst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Péturs G. Markan samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir ekki tilganginn vera að særa og segist skilja vel að fólk hafi mismunandi skoðanir um málið

þetta er í grunninn Jesú með brjóst en það er hvergi neitt sem skírskotar neitt í kynhneigð hans eða slíkt“,segir Pétur.

Hann segir Agnesi biskup hafa vitað af málinu og hafi verið upplýsta hvað stæði til

það er þannig að það fer ekkert út af biskupsstofu nema með vilja og vitund biskups“,segir Pétur. 


Verið að stjórnmálavæða kirkjuna


Geir Waage sóknarprestur í Reykholti og Margrét Friðriksdóttir áhugamanneskja um trúmál voru einnig gestir þáttarins í dag en Geir segir málið hafa sært þá sem er hlýtt til Þjóðkirkjunnar, meðal annars hann sjálfann

mér er ákaflega brugðið, menn innan kirkjunnar hafa komið að máli við mig og þeir eiginlega skilja ekkert í þessu“.

Geir segir að ef tilgangurinn hafi verið að ná athygli hafi það sannarlega orðið með framgöngu kirkjunnar

þetta er auglýsingamennska og ekkert nema auglýsingamennska, af hverju er kirkjan að vekja athygli á fjölbreytileika með því að vekja svona mikla athygli á því sértæka en ekki hinu almenna, hún er nú einu sinni heilög almenn kirkja, það er verið að stjórnmálavæða kirkjuna, þessi athygli er ekki til góðs, heldur fjarri því ” segir Geir.


Málið hefur valdið usla og reiði


Margrét Friðriksdóttir áhugakona um trúmál segir málið hafa valdið mikilli reiði meðal almennings og hafa valdið flótta úr Þjóðkirkjunni

það væri áhugavert að sjá hversu margir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni frá því málið kom upp á föstudag”,segir Margrét.

Hún segist ekki í nokkrum vafa að um að guðlast sé að ræða

þarna er Þjóðkirkjan sjálf að afskræma frelsarann og verið er að þynna út boðskapinn með ýmsum hætti, það þýðir ekkert fyrir Þjóðkirkjuna að týna það úr sem þeim finnst óþægilegt en birta það sem hentar þeim vel, kikrkjan er komin á mjög hálann ís og svo er biskupinn að leggja blessun sína yfir þetta í ofanálag“. 


Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila