Vill að borgarbúum verði gert kleift að eignast eigið húsnæði

Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins.

Þó leiguíbúðir séu bráðnauðsynlegar fylgir því ekki sama húsnæðisöryggi og þegar fólk á eigið húsnæði, og því ætti að stefna að því að gera fólki í borginni kleift að kaupa eigið húsnæði.


Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Baldur segir að hægt væri að stefna að slíku með ýmsum hætti

þegar ég var ungur drengur þá fjárfestu foreldrar mínir til dæmis í íbúð með því sem var kallað framkvæmdasjóðslán, þá gat fólk keypt á lágum vöxtum og þurfti ekki að leggja mikið út í útborgun, það er til dæmis leið sem mætti fara í þessu, það er þetta öryggi að eiga eigin eign, ég er fylgjandi því að fólk eignist húsnæði eigi það þess kost á annað borð“,segir Baldur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila