Vill að fyrirtæki fái að ráða hvort þau mismuni fólki eftir því hvort það hafi verið bólusett eða ekki

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður og þingmaður Viðreisnar

Fyrirtæki á Íslandi eiga að fá að ráða því sjálf hvort fari eftir því að ráða til sín fólk eftir því hvort það hafi verið bólusett eða ekki. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns og þingmanns Viðreisnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Aðspurð um hvort hún styddi skyldubólusetningar sagðist hún ekki geta svarað því, heldur væri hægt að fara ýmsar leiðir til þess að fá fólk til þess að láta bólusetja sig, höfða eigi fyrst og fremst til skynsemi fólks. Hún segir að það sé skoðun hennar að það sé skynsamlegt að láta bólusetja sig og þegar komi að bólusetningum barna eigi að hlusta á lækna hvað það varðar

vinir mínir sem eru læknar hvetja folk ,börn og barnabörn til að láta bólusetja sig, ég vil frekar fara þessa hvataleið, upplýsingaleið og forvarnaleið í bólusetningum því forvarnir skipta miklu máli, síðan geta bara fyrirtækin ákveðið að taka upp hjá sér að hafna fólki sem sækir um störf ef það sé ekki bólusett“ segir Þorgerður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila