Vill að ríkisstjórnin leggi frá sér stríðsöxina – Samstaðan besta vopnið gegn faraldrinum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar

Það er mjög nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að leggja frá sér stríðsöxina og vinni með stjórnarandstöðunni að því að koma böndum á faraldurinn, samstaðan sé besta vopnið gegn veirunni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hún segir ríkisstjórnina hafa lítið sem ekkert samráð haft við stjórnarandstöðuna þegar kemur að aðgerðum í faraldrinum en Þorgerður segir Viðreisn hafa einsett sér að styðja þau mál sem snúa að auknum sóttvörnum.

Hún segir í ljósi nýjustu tíðinda af úrskurði í sóttkvíarmálinu svokallaða að ljóst sé að ríkisstjórnin hafi einfaldlega ekki unnið heimavinnuna. Þorgerður segir að það sé lágmarkskrafa að reglugerð ráðherra eigi sér lagastoð og að undarlegt sé að þær forsendur sem ráðherra segist hafa bak við reglugerðina sé haldið leyndri og spyr hvers vegna þessi leynd sé viðhöfð.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila