Vill að sjóðsfélagar fái að kjósa stjórnir lífeyrissjóða beinni kosningu milliliðalaust

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Það fyrirkomulag sem er í gildi núna við að velja fólk í stjórnir lífeyrissjóða er löngu úrelt fyrirkomulag og í raun galið, og því þarf að breyta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ragnar segir að hann vilji að sett verði það fyrirkomulag að sjóðsfélagar sjálfir kjósi fulltrúa í stjórnir í beinni milliliðalausi kosningu. Þannig myndi ferlið verða gegnsætt og lýðæðislegt, sem myndi leiða til betri vinnubragða stjórna lífeyrissjóða og ábyrgðarkenndin yrði meiri.

Ragnar hefur í áraraðir bent á það sem betur má fara innan lífeyrissjóða og meðal annars gagnrýnt áhættusamar fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hefur látið til sín taka í þeim efnum, en Ragnar beitti sér meðal annars fyrir því að Lífeyrissjóður verslunarmanna myndi ekki fjárfesta í Icelandair og sætti nokkuri gagnrýni fyrir þá ákvörðun.

Ragnar benti á að þarna hafi vissulega um áhættusama fjárfestingu og hann hafi ákveðið að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga og því hafi verið hætt við að fjárfesta í félaginu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila