Vill að skipuð verði rannsóknarnefnd til þess að rannsaka stórútgerðir

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Það ætti að skipa óháða nefnd til þess að fara ofan í starfsemi útgerðarrisanna og fara mjög gaumgæfilega ofan í viðskiptahætti þeirra og kanna um leið hvort sjómenn hafi verið hlunnfarnir um laun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur bendir á að grunur leiki á að útgerðir setju meðal annars verð á loðnu þannig upp að útgerðirnar fái sem mest á meðan sjómenn fá ekki í sinn hlut það sem þeim ber og að sama skapi fái hið opinbera ekki þá skatta sem því ber.

Hann gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnmálamanna í málinu og bendir á að stjórnmálamenn hafi fullt vald til þess að kalla stjórnendur stórútgerða fyrir og spyrja gagnrýnna spurninga en staðreyndin sé að stjórnmálamenn séu hræddir við að taka á málinu.

Þess vegna telur Vilhjálmur að skipa þurfi nefnd til þess að rannsaka starfsemi stórútgerðanna

og þessi nefnd þyrfti að hafa víðtækar valdheimildir, til dæmis til þess að geta nálgast gögn

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila