Vill varpa skýru ljósi á fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum fyrirtækjum og hvernig arður af sjávarútvegsauðlindinni er nýttur

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar

Það er ekkert að því að fyrirtæki dreifi áhættu með fjárfestingum en það verða að gilda um það ákvenar leikreglur, hvað varðar gegnsæi og svo framvegis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.


Hanna Katrín sem óskað hefur eftir skýrslu frá sjávarútvegsráðuneytinu um umsvif og fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja bendir á að deilur af ýmsu tagi hafi skapast í kringum sjávarútveginn, t,d kvótakerfið umdeilda og nýtingu auðlindarinnar. Því sé eðilegt að varpað sé ljósi á ítök útvegsrisa í fyrirtækjum hélendis.


Hún segir mikilvægt að skýrslan verði tilbúin fyrir kosningar til þess að kjósendur geti séð hvernig þessum málum sé háttð og þá tekið upplýsta þegar kosið verður og vitað hvaða stefnu stjórnmálamenn hafi í málum sem varða þjóðaruðlindina.


Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila