Heimsmálin: Græni orkuiðnaðurinn skaðlegur fuglalífi

Græni orkuiðnaðurinn sem byggir mest á orku frá vindmyllum og sólarorkusellum er afar skaðleg fuglalífi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf bendir á að í Bandaríkjunum sé talið að grænn orkuiðnaður hafi valdið miklum skaða á fuglalífi en þekkt er að fuglar fljúgi á vindmyllur sem séu á hreyfingu

þetta er um 29% fugla á nokkrum svæðum í Bandaríkjunum þar sem notast er við grænna orku hafa horfið og það er auðvitað mjög alvarlegt mál ef þetta er svo raunin, enda er vindmyllum að fjölga víða um heim, til dæmis í Evrópu, þetta sprettur með ógnarhraða upp um allt„,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila