Harðar deilur um vindorkuver í Noregi

Magnús Þór Hafsteinsson

Upp hafa sprottið harðar deilur um vindorkuver í Noregi og er óhætt að segja að fjölmargir séu ekki hrifnir af slíkum orkuverum, ekki síst þegar þau eru í eigu erlendra aðila sem erfitt sé að ná til.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar rithöfundar og fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann  var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Magnús bendir á að íbúar á þeim svæðum þar sem vindmyllur hafi verið reistar finnist lítil prýði af þeim, auk þess sem margir telja þær afar skaðlegar fuglalífi, en dæmi eru um að fuglar í útrýmingarhættu hafi flogið á spaða þeirra

íbúarnir horfa síðan á þessar vindmyllur og geta í forundran sinni ekkert gert þar sem þetta er í eigu erlendra aðila“,segir Magnús.

Hann segir að áhrif af þessum virkjunum séu nú að koma fram í niðurstöðum kosninga til sveitarstjórna og úrslitin sýni að það sé ákveðin uppreisn gegn hinum hefðbundnu flokkum, auk þess sem flokkur Græningja hefur verið að sækja í sig veðrið

fólk hér á landi ætti að fylgjast vel með þessari þróun því þetta gæti verið það sem mun gerast hér“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.Athugasemdir

athugasemdir

Deila