Vindmyllur hækka hitastig meira en orka framleidd úr kolum og gasi

Tveir Harvardprófessorar, David Keith og Lee Miller, segja hagkvæmni „grænu“ orkuskiptanna vera goðsögn. Stórir spaðar vindmyllanna skapi meiri upphitun en orka framleidd með kolum og gasi. Grænu vindmyllurnar sem sagðar eru vera svo hreinn orkugjafi endurnýjanlegrar orku eru því meiri „mengunarvaldur“ en kol og olía.

Í greinum á miðlunum MIT Technology Revies og Ecology News er sagt frá niðurstöðum vísindamannanna sem segja, að ef öll orka í Bandaríkjunum væri framleidd með vindmyllum myndi það auka hitastig yfirborðs um 0,24 gráður á Celsíus en hamafarspámenn lofslagshlýinda telja að með því að afmá kolefnisspor mótsvarandi „óhreinnar“ orkuframleiðslu muni hitastigið lækka um 0,1 gráðu á Celsius.

David Keith annar af höfundum skýrslunnar segir „Ef tímamörkin eru næstu 10 ár, þá mengar vindorkan – í vissum tilvikum – meira en kol og gas. En í þúsund ára tímaskeiði er hún verulega hreinni en kol eða gas“.

Ef við eigum aðeins 12 ár eftir á jörðunni eins og loftslagsdósdagsspámenn boða, þá á alls ekki að fjárfesta í vindmyllum þar sem þær flýta fyrir loftslagsupphitun og stytta sem sagt þann litla tíma sem eftir er að endalokum jarðlífs skv. grænu spámönnunum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila