Vindmyllurnar frusu í Texas – íbúunum skammtað rafmagn

Vindmyllurnar þoldu ekki frostið sem skall á í Texas og helmingur þeirra frusu fastar og hættu að framleiða rafmagn.

Um helmingurinn af vindmyllunum í Texas eru óstarfhæfar og framleiða ekkert rafmagn vegna þess að þær hafa frosið í einum versta vetrarstormi sem gengið hefur yfir. Verða íbúarnir að búa við skammtað rafmagn eða algjört rafmagnsleysi þar til veðrið hlýnar á ný. John Hofmeister fyrrum forstjóri Shell Oil segir í viðtali við Fox News að hann hafi verið án rafmagns í tvo daga. „Við höfum ekkert Internet. Ekkert rafmagn. Þetta er alvarlegt vandamál. Við búum við ástand þriðja heimsins.”

Fylkisstjórinn Greg Abbott fyrirskipaði rannsókn á málinu til þess að hægt væri að bæta ástandið fyrir framtíðina. Hofmeister segir að það þurfi enga enga rannsókn, svarið er einfaldlega að „raforkunefndin hefur einfaldlega enga áætlun fyrir Norðurskautaveður af þessu tagi og það eru margar raforkustöðvar í fylkinu sem framleiða ekkert rafmagn vegna þess að þær eru ekki gerðar fyrir vetraraðstæður.”

Voru of æstir í að skipta yfir í græna orku

Raforkuyfirvöld tjáðu að um 12 þúsund megawött hefðu „frosið” þegar vindmyllurnar hættu að virka vegna veðurofsans og frusu fastar og hættu að framleiða rafmagn. Þær vindmyllur sem ekki frusu fast snérust aðeins hraðar og framleiddu aðeins meira rafmagn en venjulega en það kom ekki í veg fyrir rafmagnsleysi hjá 2,5-3 milljónum notenda.

Texas hefur farið yfir í „græna” vindorku og finnst sumum það vera óþarfi að „flytja inn vandann frá Kaliforníu.” 23% rafmagns er framleitt með vindorku en mest rafmagn eða 45% er framleitt með gasi. Frostið og veðurofsinn hefur einnig haft áhrif á aðra orkugjafa en vindmyllurnar því heil 30 þúsund megawött vantar í kerfið miðað við eðlilegar aðstæður. Verða raforkumálin yfirfarin að sögn fylkisstjórans og séð til þess að hægt verði að afhenda rafmagn í framtíðinni – líka þegar mælirinn fer niður fyrir frostmark.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila