Vindorkan er mál vinstri manna – aldrei jafn mikil andstaða gegn vindorkuverum og núna í Svíþjóð

Jákvæð afstaða til vindorku fellur eins og steinn hjá Svíum og er sú minnsta síðan farið var að kanna afstöðu Svía til vindorku ár 1999. Í fyrsta sinn eru fleiri neikvæðir en jákvæðir til þess að hafa vindmyllur nálægt heimilum sínum.

Stuðningurinn við vindorku í Svíþjóð sekkur eins og steinn

Samkvæmt nýjustu SOM könnun vill meirihluti Svía fá meiri vindorku en miðað við gildin á milli áranna 1999 og 2009 áður en farið var að byggja vindorkukerfið, þá hefur stuðningur við vindorku snarminnkað. Tvær nýjustu kannanir 2020 og 2021 sýna veruleg neikvæð áhrif vindorkufjárfestinga á almenningsálitið.

Jafnvægismælinkvarðinn sem samanstendur af hlutfalli þeirra sem vija fjárfesta í vindorku að frádregnum þeim sem vill það ekki, hefur lækkað úr 78 í 66 á þessum tveimur mælingaárum. Engin önnur orka í könnuninni hefur haft jafn mikinn samdrátt í opinberum stuðningi en vindorkan um þessar mundir.

Í fyrsta skipti frá því að þessar kannanir hófst eru fleiri Svíar neikvæðir í garð vindorkuvirkjana í grennd við heimilin. Árið 2021 voru 40 % nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart þessu samanborið við 33 % sem voru jákvæð og er það algjör viðsnúningur síðan 2016, þegar 40 % voru jákvæð og 28 % neikvæð.

Auk þess sýna niðurstöðurnar, að neikvæð viðhorf til að fjárfesta meira í vindorku er að aukast, sérstaklega meðal íbúa í dreifbýli, þar sem flestar vindmyllur eru einnig staðsettar. Í dag er afstaða íbúa í þegar vindorkuþéttum sveitarfélögum miklu neikvæðari.

Erik Jönsson, rannsakandi Háskólans í Gautaborg, segir í fréttatilkynningu:

„Það er skýrt mynstur, að óháð almennu viðhorfi þínu til vindorku, þá vilt þú ekki fá vindmyllur staðsettar nálægt þínu eigin heimili. Þessi afstaða á sinn þátt í því að sænsku sveitarfélögin nota neitunarvald sveitarfélaga í svo miklum mæli og stöðva fyrirhugaða stækkun vindorkuvirkjana.“

Vindorkan er keppismál vinstri manna og glóbalista

Það er líka skýr pólitískur ágreiningur í vindorkumálum. 80 % vinstrimanna vilja fjárfesta meira í vindorku. Samsvarandi tala fyrir fólk á hægrikantinum er 42 %.

Deila