„Vindorkumarkaðurinn í Svíþjóð ein allsherjar blekking“

Vindmylla tætist í sundur eftir að hafa farið á yfirsnúning. Á myndböndum má sjá hvernig kviknar í vindmyllum, þær springa eða falla til jarðar. Varla draumsýn umhverfissinna en kannski frekar hægt að tala um martröð.

Svíþjóð ætlar að minnka gróðurhúsalofttegundir með 60% fyrir 2030 og útrýma þeim að fullu fimmtán árum síðar 2045. Sagt er að vindorkan sé lykillinn til að ná þessu markmiði og verður að stórauka vindorkugarða með vindmyllum í Svíþjóð sem margir telja að muni eyðileggja náttúruna.

Eftir lokun kjarnorkuvera og sköpun á raforkuskorti er ástandið í rafmagnsmálum orðið óbærilegt. Á meðan mörg lönd velja nýja tegund kjarnorkurafvera, þá velur Svíþjóð aðra leið sem veldur djúpum ágreiningi. Vindorkan er 17% af rafmagnsframleiðslunni í dag í Svíþjóð og stendur til að auka verulega. En í takt með að vindmyllum fjölgar og þær verða hærri og stærri, þá eykst andstaða íbúanna.

Einn af þeim sem er á móti byggingu vindmyllugarða er Alexander Pohl sem áður vann hjá stórbankanum HSBC í London. Hluti starfsins hjá bankanum var að fjármagna verkefni í vindorku og þar kynntist hann, hvernig uppblásin loforð um loftslagsendurbætur og fjármálaáætlanir fjárfesta voru gerðar til að mjólka sænska kerfið eins mikið og mögulegt er. Í viðtali við Aftonbladet segir Pohl „allt snýst þetta bara um peninga. Það er sagt að við eigum að fórna okkur fyrir loftslagið. Ef það kæmi loftslaginu að gagni myndi ég kannski samþykkja það. Allur sænski vindmyllumarkaðurinn er allsherjar svindl. Blekking.“

Verið að fremja umhverfisglæp

Nýr vindmyllugarður hefur verið reistu í Björkvattnet en íbúarnir þar fá ekkert rafmagn frá vindmyllunum, því eigandinn hafði þegar lofað Googles í Finnlandi að fá rafmagnið fyrir nýja tölvuhöll þar. „Þetta er eins og stríð og í því stend ég með náttúrinni“ segir Pohl. Hann reyndi að stöðva byggingu vindmyllugarðsins í Björkvattnet en tapaði málinu. Hann hefur núna áfrýjað málinu til æðri dómstóla.

Kerstin Torgersson í Björkvattnet segir vindmyllurnar „fullkomlega eyðileggja náttúruna. Það er verið að fremja umhverfisglæp hér. Bærinn verður eyðilagður því ekki er hægt að rækta skóg á landi vindmyllanna.“ Allir eru henni ekki sammála t.d. segir Gunilla Lundin að vindorkan hafi reynst lyftistöng fyrir bæinn með „betri vegum og Internettengingu.“

Sjá má á myndböndum hér að neðan að vindmyllur standa sig ekki alltaf vel….einnig má sjá hvernig hafsörn missir flug í grennd við eina mylluna og fellur til jarðar. Sýnt með myndavél inni í rörinu sem heldur vindmyllunni uppi, hvernig það sveiflast fram og til baka í vindátökunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila