Vinna hafin við að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið

Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hefur ákveðið að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að meginleiðarljós vinnunnar verði að efla traust, gagnsæi og skilvirkni við yfirstjórn efnahagsmála.Í fyrirmælum til nefndarinnar segir að miða skal við að viðhalda verðbólgumarkmiði sem meginmarkmiði peningastefnunnar og sjálfstæði Seðlabankans og peningastefnunefndar hans til að beita stjórntækjum til að ná því en gera viðeigandi breytingar sem efla traust og auka gagnsæi. Enn fremur skuli miðað við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið með þeim hætti sem eflir traust og tryggir skilvirkni við framkvæmd þjóðhagsvarúðar og fjármálaeftirlits.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila