Vilja að upplýsingagjöf vegna covid19 til aðflutts vinnuafls verði aukin

Stéttarfélagið Efling vill að upplýsingagjöf til fólks sem komið hefur hingað til lands til þess að vinna verði efld til muna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að stjórnvöld hafi að nokkru leyti staðið vel að upplýsingagjöf en þó sé hægt að gera enn betur

Sá misbrestur hefur þó verið á vinnubrögðum upplýsingateymis stjórnvalda að oft og einatt hefur fólk með annað móðurmál en íslensku þurft að bíða dögum saman eftir þýðingum á nýjustu upplýsingum á vefnum. Þegar þetta bréf er ritað, að morgni 5. ágúst, er ekki enn búið að uppfæra upplýsingar á pólsku á vefnum www.covid.is. Þar er ennþá fjallað um tímabilið frá 15. júní til 31. ágúst; samkomubann er fyrir fleiri en 500 manneskjur, 2 metra reglan er valfrjáls og engar upplýsingar er að finna um notkun á andlitsgrímum.”

Þá minnir Efling á að erlenda vinnuaflið séu einstaklingar sem séu virkir samfélagsþegnar og gegni þar af leiðandi sama lykilhlutverki í samfélaginu hvað varðar smitvarnir

Þessu hlutverki sínu getur fólk þó ekki gegnt nema með greiðum upplýsingum um smitvarnir

Þá er bent á að hingað muni koma nokkur fjöldi ferðamanna og upplýsingagjöf á fleiri tungumálum muni ná til þeirra

Margir þeirra dvelja á stöðum og njóta þjónustu aðflutts vinnuafls á ferðalögum sínum um landið. Okkur öllum ætti því að vera ljóst hversu mikilvægt er að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum á erlendum tungumálum.  “

Athugasemdir

athugasemdir

Deila