Vinsældir Harry og Meghan hrapa eftir viðtalið hjá Oprah Winfrey

Almenningsálitið snýst gegn parinu Harry og Meghan eftir viðtalið við Oprah Winfrey.

Á meðan Oprah jók á vinsældir sínar eftir viðtalið með prins Harry og Meghan verður það sama ekki sagt um þau, því samkvæmt nýjustu skoðankönnun YouGov, þá hrynur almenningsálitið á parinu.

Townhall endurbirtir grein Telegraph um útkomu skoðanakönnunarinnar: „Skoðanakönnunin sýndi að 45% Breta hafa jákvæða skoðun á prins Harry en 48% líta hann neikvæðum augum, sem samanlagt verður -3 fyrir Harry. Þetta er lækkun um 15 stig frá því 2. mars og sýnir í fyrsta sinn neikvæðara viðhorf en jákvætt gagnvart prinsinum. Afstaða til Meghan hefur einnig orðið verulega neikvæðari. Einungis þrír af tíu segjast hafa jákvætt hugarfar til hennar en sex af tíu bera neikvætt hugarfar til Meghan. Þar með hefur Megan – 27 eða 27% fleiri sem líta hana neikvæðum augum en jákvæðum og er það 14% verri útkoma en í vikunni á undan.

Ungt fólk jákvæðara en það eldra en flestir hrifnastir af Elísabetu drottningu

Meirihluti ungs fólks á aldrinum 18-24 ára eða 55% þeirra sögðust líka vel við Meghan en aðeins einn þriðji eða 32% mislíkaði við hana. Svipaða sögu er að segja um prins Harry, þar sem þrír af fimm Bretar á aldrinum 18-24 ára eða 59% sögðust líka vel við prinsinn og einungis 3 af tíu eða 28% mislíkaði við prinsinn.“

Könnunin sýnir ekki einungis vaxandi óbeit á Harry og Meghan hjá Bretum, heldur endurspeglar hún jákvæða afstöðu til drottningarinnar. „Bretar halda áfram að vera hrifnastir af drottningunni, 80 prósent eru hrifnir af henni og aðeins 14 prósent telja annað,“ segir Telegraph.

Könnun YouGov náði til 1.664 svarenda og var gerð 10. mars og 11. mars eftir að viðtalið fór í loftið og áður en það var endursýnt.





Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila