Vinstri grænir á fullu í að breyta skattkerfinu með nýfrjálshyggjuáherslum

Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands

Það er ekkert róttækt við Vinstri græna og Samfylkinguna í dag en það þurfi ekki annað en að horfa á hvernig Vinstri grænir hafa starfað í ríkisstjórn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnar Smári bendir á að Vinstri grænir séu að taka þátt í að breyta skattkerfinu á þann hátt að þar séu meiri nýfrjálshyggjuáherslur en verið hafa um langa hríð.

Í þættinum kom fram að Sósíalistaflokkur Íslands sem Gunnar Smári stofnaði ásamt sínum félögum sé farinn að undirbúa kosningar líkt og aðrir flokkar og að unnið sé að uppstillingu lista.

Hann segir flokkinn þó nógu stórann til að geta haldið prófkjör og bendir á að félagsmenn séu margir enda hafi menn unnið sína heimavinnu og byggt flokkinn vel upp og að nú séu þrír flokkar sem hafa ágætis tekjur af félagsgjöldum, það séu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands.

Hann leggur áherslu á að ef byggja eigi upp samfélagið til þess að það þjóni hagsmunum almennings sem best þurfi að ná völdunum af auðvaldinu

þess vegna þarf fólk að fara fram á völlinn og berjast fyrir því markmiði“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila