Vinstri stjórn Svíþjóðar vill banna „rasíska” fjölmiðla og samtök

Morgan Johansson dómsmálaráðherra kynnti lagatillögur sænsku ríkisstjórnarinnar um að banna „rasíska fjölmiðla og samtök”

Rauðgræningjastjórn Svíþjóðar tók í dag enn eitt skrefið á leið sinni að afnema prent- og málfrelsi í Svíþjóð. Með nýjum lögum á að banna svo kölluð „rasísk samtök.” Meðal annars segir í skýrslu um málið sem ríkisstjórnin tók á móti í dag, að fjölmiðlar sem eru s.k. „valkostir” við hefðbundnu fjölmiðlana séu til vandræða. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, sósíaldemókratinn Morgan Johansson segir að „rasisminn er eitur og hefur alla tíð verið það í öllum samfélögum.”

Dómsmálaráðherrann kynnti skýrslu um lagatillögurnar „Bann við rasískum samtökum”á blaðamannafundi í dag. Sagði Johansson, að „rasisminn slítur ekki aðeins sundur samfélögin heldur er bein ógn gagnvart einstaklingum. Svíþjóð fer í engu varhluta af þessarri hættu. Þvert á móti, þá höfum við séð aukna virkni hjá öfga hægrisinnuðum, rasískum og andgyðinglegum hópum.”

Óhefðbundnir fjölmiðlar „greinilega rasískir”

Í 346 síðna fylgiskjali er vísað til gamallar skýrslu fjömiðlanefndar ríkisins frá 2013 „Ofbeldissinnaður og andlýðræðislegur boðskapur á internet.” Er þar bent á miðlana Fria Tider og þáverandi Avpixlat sem „greinilega rasíska, fjölmenningarfjandsamlega og íslamafóbíska. Óhefðbundnir fjölmiðlar og samskiptamiðlar hafa sögulega séð gegnt þýðingarmiklu hlutverki og safnað saman og þróað öfgahreyfingar á hægrikantinum.”

Morgan Johansson sagði: „Það hefur orðið léttara fyrir þessa hópa að skipuleggja sig. Þeir eiga auðveldara með að finna hverja aðra. Þeir eiga auðveldara með að spúa hatri sínu og hótunum vegna tilkomu félagsmiðlanna. Við höfum enga möguleika að banna eða leysa upp þessi samtök. Þau geta gefið út blöð og safnað saman peningum. Þau geta haldið fundi og kröfugðngur.” Sænska ríkisstjórnin hefur mörgum sinnum opinberlega stimplað Svíþjóðardemókrata sem rasískan flokk.

Fangelsi fyrir „rasista”

Þessu vill ríkisstjórnin breyta. Samkvæmt lagatillögunum á að taka upp tvenn ný afbrot: „Skipulagðan rasisma” og „stuðning við skipulagðan rasisma.” Lagt er til að sá sem styður „skipulagðan rasisma” fái allt að tveggja ára fangelsisdóm. Fyrir þann sem gerist sekur um „grófan skipulagðan rasisma” verður refsingin minnst sex mánuðir og allt upp í fjögurra ára fangelsi. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júlí næsta ár skömmu fyrir þingkosningarnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila