Virðist vera auðmannahobbý að eiga stóra fjölmiðla

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar

Það virðist vera að það sé nokkurs konar auðmannahobbý að eiga stóra fjölmiðla í þeim tilgangi einum að stýra umræðunni með hagsmuni eigendanna að leiðarljósi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Andra Thorsonar þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segir að þegar komið hafi að því að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla hafi hann fundið hvernig ákveðnir stjórnmálaflokkar hafi viljað draga taum stærstu fjölmiðlanna með þeim afleiðingum að þeir hafi gleypt nánast allt það fé til sín sem minni fjölmiðla hefði munað mikið um til þess að styðja við sinn rekstur.

Hann bendir á að það geti reynst hversu mikil ítök auðmenn hafi á stórum fjölmiðlum:

við höfum dæmi um auðmenn sem að líkaði ekki einhver umfjöllun fjölmiðils og bara hótuðu að kaupa fjölmiðilinn

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila