Vitundarvakning á áhrifum rafbylgja á heilsuna

Garðar Bergendal og Rósa Björk Árnadóttir sjá um að mæla rafbyljur í hýbýlum fólks

Það hefur orðið mikil vitundarvakning í samfélaginu á því hvaða áhrif rafmagn getur haft á heilsuna en dæmi eru um að fólk hafi verið þjáðst af ýmsum kvillum árum saman án þess að gera sér grein fyrir því að vanstilling eða bilun í rafmagnstækjum sé að valda veikindunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag í máli Garðars Bergendals og Rósu Bjarkar Árnadóttur rafbylgjumælingmarmanna sem bæði hafa sjálf reynslu af slíkum veikindum en þau voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur.

Garðar fékk á sínum tíma krabbamein sem hann telur að rekja megi til rafbylgja, og þegar hann hafði sigrast á meininu hafi hann ákveðið að helga sig því að mæla rafbylgjur og lagfæra rafmagnsmálin fyrir þá sem sem finna til óþæginda eða veikinda.

Rósa sem starfar með Garðari á svipaða sögu að segja en hún hafði fundið til veikinda og mikillar þreytu og orkuleysis þar til að hún frétti af starfsemi Garðars og hefur nú gengið til liðs við hann og nú að læra og leggja stund á rafbylgjumælingar með Garðari.

Garðar segir rafbylgjurnar berast upp úr sprungum úr jörðinni og þá orðin hætta á að þær hafi skaðleg áhrif á heilsu manna og dýra, en dýrin eru alls ekki undanskilin þeim sem verða fyrir áhrifum af völdum bylgjanna og hefur Garðar þjónustað fjölmarga bændur í gegnum tíðina með góðum árangri, auk fjölmargra annara og segir Garðar að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað í samfélaginu um þessi mál á undanförnum árum.

Þá segir Garðar að losna megi við myglusvepp megi oft rekja til þess að rafbylgjur séu of sterkar í húsum og laga megi margt með því að fara yfir rafmagnsmálin í húsinu og koma í veg fyrir að rafbylgjurnar berist inn í hús.

Fyrir þá sem áhuga hafa á að nýta sér þjónustu Garðars má hafa samband við hann í síma 892-3341 eða í Rósu Björk í síma 776-7605.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila