Völd framseld til embættismanna án þess að almenningur verði var við það

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Almenningur þarf að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hann vilji ekki örugglega hafa eitthvað um það að segja hvernig landinu sé stjórnað því verið er í raun að framselja löggjafarvaldið til útlanda í hægum skrefum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Arnar sem gefur kost á sér í 2-3 sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins segir að í störfum hans sem dómari hafi hann tekið glöggt eftir því hvernig framsal valds til embættismanna og erlendra ríkja er laumað hægt inn án þess að almenningur og fjölmiðlar verði þess var, þvert á það sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir.

Hann segir að með þessu sé verið að rjúfa hinn lýðræðislega þráð:

það er auðvitað grafalvarlegt mál og við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum ekki alveg örugglega fara með þetta vald sjálf” segir Arnar.

Hann bendir á að íslenska þjóðin hafi í gegnum tíðina ekki haft góða reynslu af því að taka við skipunum erlendis frá og segir þá sögu ansi nöturlega. Hann segir að hans skoðun sé sú að íslendingar allir sem einn eigi að láta sig málið varða því annars sé hætta á að Ísland glati þeirri stjórn sem hún hefur á sínum málum miðað við þá þróun sem verið hefur.

Arnar segir að hann hafi ekkert á móti alþjóðlegri samvinnu en þeir sem skrifi undir samninga fyrir hönd þjóðarinnar þurfi að gæta að sér:

ef slíkir samningar fela í sér að verið væri að ofurselja okkur yfirþjóðlegu valdi, ef þeir embættismenn sem skrifa undir slíka samninga væru um leið að samþykkja það að embættismenn, valdamenn eða erlend fyrirtæki fari þá að stýra þessari för þá er búið að snúa öllu við sem stjórnarskráin okkar frá 1944 gerir ráð fyrir“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila