Útgerðarrisarnir orðnir of valdamiklir

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Samherjamálið er gott dæmi um hvernig útgerðarfélög hafa öðlast of mikil völd og geta með einu pennastriki lagt heilu byggðalögin í rúst ef þeim sýnist svo. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur bendir á að Akranes sé eitt af þeim byggðalögum sem hafi orðið illa úti vegna þess að kvótahafar hafa ákveðið að færa kvótann annað og þar með hafi atvinnulíf á svæðinu verið lagt í hættu

þetta eru afleiðingarnar af þessu kerfi sem við höfum þurft að búa við hér á landi og þetta er auðvitað óþolandi“,segir Vilhjálmur. 


Þjóðin búin að fá nóg


Vilhjálmur segir að eftir að Samherjamálið kom upp hafi orðið ákveðnin vakning meðal landsmanna um hvernig sjávarútvegsmálunum sé háttað

ég held að það sem sé að gerast núna sé að þjóðin er búin að fá alveg nóg af þessu, almenningur hefur fengið nóg af því hvernig viss hópur í samfélaginu hefur náð að raka að sér stórum hluta þessara auðlinda til sín án þess að almenningur fái að njóta þeirra“.

Þá segir Vilhjálmur að þrátt fyrir þá hagræðingu með aukinni tæknivæðingu í sjávarútvegi hafi ekki skilað sér að neinu leyti í launaumslag þess láglaunafólks sem starfar við greinina

það sem hins vegar hefur gerst er það að þeir sem hafa umráðaréttinn yfir auðlindunum græða meira í dag en þeir gerðu í gær, það er ekki verið að skila ávinningnum með réttlátum hætti til þeirra sem starfa áfram í greininni“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila