Von der Leyen: „Refsiaðgerðirnar munu halda áfram – Slava Ukraini!“

ESB mun ekki hætta stórfelldum refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. Þvert á móti er kominn tími til að „sýna staðfestu, ekki undanlátssemi“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegu sambandsávarpi sínu á miðvikudag (mynd sksk twitter).

Refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi gera Evrópubúa sífellt fátækari

Refsiaðgerðirnar eru komnar til að vera. Það kom skýrt fram af forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, í árlegu ávarpi hennar um stöðu sambandsins. Swebbtv greinir frá.

Samkvæmt von der Leyen eru það nefnilega Rússar sem raunverulega þjást:

„Ég tek það mjög skýrt fram: refsiaðgerðirnar eru komnar til að vera. Það er kominn tími til að sýna staðfestu, enga undanlátssemi. Sama á við um fjárhagsaðstoð okkar við Úkraínu.

Hingað til hefur „Teymi Evrópu“ lagt meira en 19 milljarða evra til fjárhagsaðstoðar. Og þetta án þess að reikna með hernaðarstuðningi okkar. Við erum í þessu til lengri tíma litið. Þetta er stríð gegn orku okkar, stríð gegn hagkerfi okkar, stríð gegn gildum okkar og stríð gegn framtíð okkar. Þetta snýst um sjálfræði gegn lýðræði. Og ég stend hér með þá sannfæringu að Pútín muni mistakast og að Evrópa muni vinna. Dýrð sé landi evrópskra hetja. Slava Ukraini!.“

Rafmagnsverðið Pútín og loftslagsbreytingum að kenna

„Rússland heldur áfram að ráðskast með orkumarkaðinn okkar. Þeir kjósa að brenna gasinu í stað þess að afhenda það. Þessi markaður virkar ekki lengur. Þar að auki þyngir loftslagsvandinn reikninga okkar. Hitabylgjur hafa aukið eftirspurn eftir rafmagni. Þurrkar leiða til lokunar vatnsafls- og kjarnorkuvera. Að lifa af veldur milljónum fyrirtækja og heimila kvíða. En hugrakkir Evrópubúar lifa þetta af.“

„Starfsmenn í keramikverksmiðjum í Mið-Ítalíu hafa ákveðið að flytja vaktir sínar og byrja snemma á morgnana til að nýta sér lægra orkuverð. Þetta er eitt af mörgum dæmum um, hvernig Evrópubúar eru að aðlaga sig að þessum nýja veruleika. Ég vil að sambandið okkar fylgi fordæmi fólksins. Með því að draga úr eftirspurn á álagstímum mun framboð endast lengur og lækka verðið. Þess vegna kynnum við aðgerðir hjá aðildarríkjunum til að draga úr heildarrafmagnsnotkun sinni.“

Dæmi um aðgerðir ESB

Áætlun ESB er að fólk eigi að spari rafmagn. Ekkert verðþak verður sett á rússneskt gas. Og það er ekki svo skrítið, því Rússar höfðu þegar skrúfað fyrir gasið. Jafnframt á að endurbæta orkumarkaðinn og aftengja raforkuverðið frá gasverðinu. Í dag er raforkuverð bundið gasverði. Setja á tekjuþak hjá fyrirtækjum sem framleiða raforku með litlum tilkostnaði.

„Þessi fyrirtæki eru að skila tekjum sem þeim gat aldrei dreymt um áður“ sagði Ursula von der Leyen.

Deila