Von der Leyen skipar ESB að hætta „viðskiptum eins og venjulega“ við Bandaríkin – „Biden verður að tala við okkur“

Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, færir fram kvartanir Frakklands vegna óseldra kafbáta við Bandaríkjaforseta. Tónninn er hrokafullur og Bandaríkjunum skipað að tala við ESB. (Mynd úr safni).

URSULA VON DER LEYEN krefst þess, að venjuleg viðskipti milli Bandaríkjanna og ESB verði stöðvuð, þar til Joe Biden útskýrir aðgerðir sínar vegna hins nýja hernaðarbandalags AUKUS, sem hefur valdið Frökkum miklum vonbrigðum vegna glataðrar sölu 12 kafbáta til Ástralíu.

Krefst skýringa á því, hvernig Bandaríkin, Bretland og Ástralía dirfast að gera samninga sín á milli án þess að tilkynna og ræða fyrst við ESB

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur „sett Evrópusambandið í uppnám“ og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræðst á Bandaríkin og krefst skýringa á því, hvers vegna Bandaríkin, Bretland og Ástralía hefðu gert samning sín á milli án þess að láta ESB vita. Öryggissamningur landanna þýðir að Ástralía hætti samningaviðræðum við Frakka um hugsanleg kaup á kafbátum af þeim til þess að frekar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta en díselknúna.

Von der Leyen fullyrti að ekki yrði snúið aftur til „venjulegra viðskipta“ við Bandaríkin fyrr en Evrópusambandið fengi skýringar á aðgerðum Bandaríkjanna. Segir hún að illa sé farið með Frakkland og að bandamenn hegðuðu sér ekki svona hver við annan.

Christine Amanpour hjá CNN spurði Van der Leyen: „Einungis vegna afpöntunar ESB Ástralíu, af hverju? Von der Leyen svaraði: „Það þarf að svara mörgum opnum spurningum. Eitt aðildarríkja okkar er meðhöndlað á óásættanlegan hátt. Við viljum vita, hvað gerðist og hvers vegna og því verða Bandaríkin að útskýra það áður viðskiptin geta haldið áfram eins og venjulega.“

Biden þarf að ráðfæra sig við ESB, þá munu viðskiptin „verða eðlileg aftur“

Gestgjafi CNN spurði, hvort þetta gæti valdið frekari klofningi milli ESB og Bandaríkjanna: „Finnst þér, að Evrópu sé hafnað? Bandaríkin ráðfærðu sig ekki við þig um mikilvæga ákvörðun eftir Afganistan. Mikilvægast er, hvort það leiði til sundrungar og aðstoði Kína til að slá kíl á milli bandamanna. Hefur þú áhyggjur af því?“

Fröken Von der Leyen svaraði: „Ég skil vel vonbrigðin í Evrópu yfir því hvernig staðið var að þessu máli. Við erum vinir og bandamenn og vinir og félagar tala saman um mál, sem varða sameiginlega hagsmuni. Það var greinilega ekki gert og því þurfa ESB og Joe Biden að tala saman. Við höfum einnig mörg mikilvæg efni á heimsvísu á dagskrá okkar. Mál sem við vinnum saman að hlið við hlið, t.d. eins og heilbrigðismáli eða loftslagsbreytingar, það eru aðeins nokkur dæmi.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila