Vonast til að bóluefni blási lífi í atvinnulífið

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Það er beðið efti bóluefninu með mikilli eftirvæntingu enda gæti það haft mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið í landinu því þá getur atvinnulífið hafist með eðlilegum hætti á nýjan leik. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segir að hann búist við því að atvinnulífið verði komið í nokkuð eðlilegt horf um mitt næsta ár að því gefnu að byrjað verði að bólusetja í janúar. Hann segir að það verði þó ljóst að það muni taka töluvert langan tíma fyrir atvinnulífið og efnahaginn að ná fyrri styrk en sá dagur muni þó koma. Hann bendir á að skattalækkanir til handa atvinnulífinu þegar hjólin fari að snúast á ný gæti flýtt fyrir því að atvinnulífið nái fyrri styrk á ný

ástandið er sýnu verst núna í ferðaþjónustunni eðli málsins samkvæmt“.

Því þurfi að horfa til annara atvinnugreina segir Vilhjálmur og segist hafa töluverðar áhyggjur af stöðu stóriðjnnar

þessi fyrirtæki kaupa raforku fyrir háar upphæðir og kaupa mikla orku, menn geta borð saman að allt rafmagn sem notað er á heimilum á höfuðborgarsvæðinu öllu nær ekki því sem álverið í straumsvík notar og við getum ímyndað okkur hvað mikið tap það er ef það lokar“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila